Íslenska
English
Tilkynnt seinna!
LungA á langa sögu af listasmiðjum, sem standa yfir í heila viku. Að vikunni lokinni, á föstudeginum nánar til tekið, opna lokasýningar á sama tíma og LungA tónleikarnir hefjast sem eru opnir öllum sem tryggja sér miða! Þeir sam sækja listasmiðjurnar fá einstakt tækifæri til að koma sjálfum sér á óvart í öruggu umhverfi, og þeir kynnast sönnum töfrum LungA með heildrænni upplifun á öllu því sem hátíðin hefur uppá að bjóða. Hvort sem að þú ert að stíga þín fyrstu skref í list eða að þróa listsköpun þína lengra þá muntu finna listasmiðju sem hentar þér og þínum listrænu þörfum vel. Þú leggst í leiðangur þar sem margar óvæntar uppákomur munu hjálpa þér í að kynnast öðrum og sjálfum þér nánar. LungA er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á því að starfa í skapandi geiranum og myndlistarheiminum, á alþjóðlegum skala og á landsvísu.

Innifalið í verðinu er þátttaka í smiðjunni, gisting, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur, bátsferð og miði á lokatónleika LungA.