Íslenska
English
Frá árinu 2006 hefur LungA skipulagt ungmennaskipti á Seyðisfirði í samstarfi við Erasmus+.
Ungmennaskiptin fara fram í ár í fyrsta skipti síðan 2019. Fylgist með hér er við bætum inn upplýsingum um þema og eðli verkefnisins í ár
Undanfarin ár hafa eftirtaldir skólar sent nemendur sína í ungmennaskiptiverkefni LungA: Hyper Island frá Svíþjóð, Kaospilot frá Danmörku, University of Brighton og Myndlistarskólinn í Reykjavík. Þátttakendurnir koma úr heimi skapandi greina og lista en einnig með bakgrunn í stjórnun, frumkvæði og framkvæmda.
Ungmennaskiptin eru mikil sjálfsskoðun og í þeim fær hver þátttakandi einstakt tækifæri til að líta inn á við og að kynnast sýnum styrk- og veikleikum og öðlast hugrekki til að takast á við áskoranir.