Íslenska
English
Árið 2000 leit listahátíð LungA dagsins ljós í fyrsta sinn.
Um er að ræða listahátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum sem lýkur með uppskeruhelgi: sýningum og tónleikum.
Hátíðin er frábær blanda af listum, sköpun, tjáningu og stórbrotinni náttúru. Hún hefur getið sér gott orðspor, bæði á Ísland og út fyrir landsteinana fyrir frábært andrúmsloft, námskeið af miklum gæðum og með mikilli virkni þátttakenda. Ennfremur færir hátíðin gleði, sjálfsþekkingu, elskendur, nýja vini og góðar minningar fyrir þá sem sækja hátíðina heim.
LungA „fjölskyldan“ samanstendur nú bæði af árlegri listahátíð og skóla. Dagsdaglega er þetta tvennt rekið sitt í hvoru lagi, en heitið, gildin og hugmyndafræðin eru af sama meiði.
SÆLA
Þema LungA í ár er SÆLA, með áherslu á ást, vináttu, samvinnu og þær hæðir og lægðir sem fylgja sælunni. Þemað er innblásið af sælubólunni sem myndast af LungA þátttakendum, heimamönnum og listamönnum sem deila Seyðisfirði í hátíðarvikunni og mynda ný tengsl og byggja ofan á núverandi vináttur.
Við viljum standa fyrir virðingu, inngildingu, jafnrétti, góðvild og persónulegum mörkum og finna mismunandi leiðir saman til að teygja sköpunarbóluna til langs tíma, út fyrir LungA og inn í daglegt líf okkar.
Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest á LungA í ár.
Ást! LungA