Dagur | Klukkan | Hvað | Tegund | Hvar |
---|---|---|---|---|
10.–15. júlí | 16–17 | Sjóbaðstofustundir Saman | Dagleg stund | Saman Sauna |
Þér er boðið í bað. Fullkomna slökun eftir vinnusmiðjur dagsins. Bæjarbúar og hátíðargestir verða saman leidd í gegn um upplifunina að tendra bál, vökva steina, að baða í sjó og slaka í sánu. Um stundirnar sér Sigrún Perla Gísladóttir, sjálfbærniarkitekt og sjómaður, fyrir hönd LungA og Sjóbaðsfélags Seyðisfjarðar. Skráning fer fram í Herðubreið. | ![]() | |||
10. júlí | 20-00 | Karókí! | Gaman! | Kaffi Lára |
Eruði tilbúin í besta karókí lífs ykkar ???? Þið ættuð að vera það! Öll brögð eru leyfileg svo lengi sem þið takið djúpan andardrátt og manið ykkur ykkur upp í að stíga á stokk. Ein eða með besta vininum, hvernig sem fer þá verðurðu stjarna kvöldsins. Stjarnan okkar! Glimrandi og skínandi eins og glansandi silungur snýrðu þér frá æpandi skjánum að áhorfendum sem brosa til þín af spenningi! Þú átt EKKI að kunna að syngja. Allir geta það. Slepptu tökunum, slakaðu á, slettu úr klaufunum og BAMM, það hægist á tímanum og sviðið er þitt. GERÐU ÞAÐ fyrir þig, GERÐU ÞAÐ vegna þess að þú getur það og vegna þess að þú átt að gera það, eða einfaldlega vegna þess að þig langar til þess að ganga í augun á LungA ástinni þinni sem þú veist að er í salnum. Gjörningalistamaðurinn Sigrún Gyða, einnig þekkt sem DJ AMMA DEUS, verður þér til halds og traust þessa kvöldstund og mun leiða þig að örlögum þínum. Örlögum þar sem þú ert karókí stjarna. Hér með er þér boðið á besta karókí LungA sögunnar. | ![]() | |||
11.–15. júlí | 16–17 | Improv for Dance Enthusiasts | Dagleg stund | Herðubreið |
Improv for Dance Enthusiasts munu skipuleggja daglega spunatíma í dansi á LungA fyrir gesti og þátttakendur hátíðarinnar í ár. Komdu, vertu með og hreyfðu þig smá. Takið eftir að ekki er nauðsynlegt að hafa fyrri reynslu í dansi eða spuna. Janosch Kratz, Katie Hitchcock, Júlía Kolbrún og Linde Rongen munu leiða spunatímana í sitthvorulagi og í sameiningu. Á hverjum degi eftir að listasmiðjurnar enda munu þáttakendur tímanna kynnast mismunandi áherslum í spuna og dansi. Þar sem að skráning mun eiga sér stað á hátíðinni þá er mikilvægt að þú hafir augun opin þegar þú mætir á LungA! | ![]() | |||
11. júlí | 17 | Exercise (Nermine El Ansari) | Sýningaropnun | HB Gallery |
Nermine El Ansari will present a video-installation entitled "Exercise" in which the viewer is invited to leave a trace either in the Arabic book or in the English book. Since 2006, the installation toured several countries in various art venues. The exercise books and the primary school desk are the only elements that constantly change from one place to another according to the region. “...The composition of the work is directed towards a video projection which shows a sequence of cartographic presentations of the West Bank. The playful treatment of the video- installation leads to moving away from the pedagogical effect of believing in the knowledge transmitted at school, it denounces the inhumanity of man-made borders and breaks with the old doctrine...“ Nermine El Ansari is a French-born Egyptian visual artist. She lives and works in Reykjavik, Iceland. She received her BA in Painting from the Fine-Art school of Versailles in 1998 followed by her MFA(2002) in multimedia from the École Nationale Supérieure des Beaux-Arts (ENSBA) of Paris and earned a grant to study at the Instituto Superior de Arte in La Habana, Cuba. In 2018 she engaged with Kulturradet in Oslo for the project “An Inclusive Cultural Sector in the Nordics“ to embracing diversity within cultural institutions. Since 2021, Nermine is a board member of The Living Art Museum (Nýlistasafnið) in Reykavik. Her work has been presented in various international exhibitions. | ![]() | |||
11. júlí | 17 | Lifandi sýning (Óðinn Darri) | Sýningaropnun | Glerboxið |
Á LungA í ár mun hátíðin í fyrsta sinn vera með húðflúrara í formlegri dagskrá hátíðarinnar. Lifandi sýning sem að mun eiga sér stað í glerboxi á áberandi stað á Seyðisfirði.
Það er enginn annar en Óðin Darri sem hefur í gegnum árin flúrað fjölda manns um landið allt, og meirihluta þeirra sem tilheyra grasrótar senu Reykjavíkur. Þannig hefur hann unnið sér inn orðstír sem einn helsti húðflúrari Íslands. Óðinn Darri er listamaður úr Reykjavík sem á og rekur húðflúrstofuna Street Rats Tattoo síðan opnun 2020. Hann hóf feril sinn sem húðflúrari árið 2014, og komst í sviðsljósið við opnun stofunnar Mall Rats Tattoo árið 2017. Húðflúrin hans eru svört, afgerandi og standa tímans tönn. Skráningar munu eiga sér stað á staðnum og því er um að gera að skrá sig fyrr heldur en síðar þar sem að Óðinn mun án efa eiga í óðum önnum við að mæta eftirspurn gesta hátíðarinnar. Hluti af þeim ágóða sem að Óðinn mun þéna mun fara til góðgerðasamtaka að vali þess sem að er húðflúraður. | ![]() | |||
11. júlí | 17 | House of Van Helzing | Sýningaropnun | Heima |
Einstakur samruni lita, áferða og mynstra einkenna verk prjónahönnuðarins, Tótu Van Helzing. Listakonan ögraði hefðbundnu textílverki og prjónaði peysur úr mismunandi garni, prjóni og litum sem eiga sér enga hliðstæðu. House of Van Helzing heiðrar minningu hennar og sýnir fádæma sköpunargáfu, framtaksemi, glysgirni og lífsgleði listakonunnar fram á síðasta dag. | ![]() | |||
11.–17. júlí | TBA | KÁHH greining | Gjörningaröð | Á ýmsum stöðum |
Hversu oft hefur þú velt því fyrir þér hver þú ert? Við hjá KÁHH-greiningu höfum þróað hið fullkomna ferli svo þú getur loksins komist að þínum innri sannleika! Ertu kisuhnappur, álfahnappur, kisuhestur eða álfahestur? Við komumst að því í sameiningu og tökum skref í átt að dýpri sjálfsþekkingu og lífshamingju! | ![]() | |||
12. júlí | 20 | 155 - eenvijfvijf | Bíósýning | HB Bíósalur |
155 hefur dansað og set upp sýningar saman síðan þeir voru börn. Þeir eiga rætur sínar í break dansi en stunda í dag nútímadans, vogue-ing, pantsula og aðra dansstíla. Hópurinn hefur sýnt í Hollandi og öðrum löndum með dans/leikhúsverkum sínum sem oft innihalda vídéó. Stuttmyndir þeirra eru sýndar á (dans)kvikmyndahátíðum um allan heim. | ![]() | |||
12. júlí | 17 | In Mountain Shadows (Celia Harrison) | Viðburður | Gamla bakaríið |
In mountain shadows draws near a spatial threshold between mountain and home and a temporal threshold between past and future. Arctic terns, call for recognition, calling us to stay listening to the murmurs of other shared species. Audiences are invited to attend the site of the partially restored home, Gamla Bakari. | ![]() | |||
14. júlí | 17 | Stored Void (Francesco Fabris & Blair Alexander) | Sýningaropnun | Silo |
One of the LungA exhibitions this year is a collaborative installation by Italian visual artist Francesco Fabris and Canadian cinematographer Blair Alexander. The installation will be a work in progress from its opening and throughout the festival. Where the duo will play with light, sound and shadows of the Silo tank in Seyðisfjörður. A vast and dark echo chamber with a lot of potential to explore the qualities of place, time and space. A meditation on absence and presence, the void out of a presumed necessity in a place that’s been built by humans to be filled and store future needs, but that’s now re-used without any need for them to be there. An exercise of displacement in a place that has been deprived from its primal function while allowing the natural sound properties of its material to come alive and be experienced from a new perspective. Constantly realtime spatialized soundscapes and lights will interact with the architecture of the structure shaping into a site-specific piece about place as time and space. | ![]() | |||
14. júlí | 20 | Kiki House of Sarmata | Vogue danssýning | HB Bíósalur |
Kiki House of Sarmata is a unique community of dancers and performers as well as a family of choice cultivating the Polish Ballroom. Kiki House of Sarmata is the first international ballroom collective founded by the leaders of the Warsaw ballroom - Bożna Wydrowska and Danil Vitkovski in 2019. Although the name of the house was inspired by Sarmatism, an ethnocultural concept that was once a central aspect of Polish culture - the collective is very ethnically diverse. It includes people not only from Poland, but also from Ukraine, Armenia, Belarus, and South Africa. The essence of the house is to celebrate the uniqueness and ourness by queering Sarmatian history and today's reality. In addition to the significant presence at Polish and foreign balls, the collective can boast of cooperation and numerous projects, including with the American i-D, HBO, Vogue Polska, Answear, and Reebok. | ![]() | |||
15. júlí | 17 | Smiðjusýningar | Sýningaropnanir, gjörningar og fleira | Allstaðar |
Afrakstur listasmiðjanna sex verður sýndur út um allan bæ! | ![]() | |||
16. júlí | 12–16 | LungA Fjölskylduhátíð | Skemmtun fyrir alla fjölskylduna | Herðubreið |
LungA býður gestum að kostnaðarlausu á Fjölskylduhátíðina okkar! Fram munu koma þau Annalísa, Zaar, Pamelu Angela, Improv Ísland & Sirkus Unga Fólksins. Boðið verður upp á alls kyns afþreyingu, þar á meðal risabolta, hoppukastala, andlitsmálningu og kandífloss. | ![]() | |||
16. júlí | 14 | Hafmeyjuklúbburinn: HA? | Gjörningur | Saman Sauna |
Þrjár hafmeyjur koma sér fyrir í Seyðisfirði til að hlusta eftir sögum bæjarbúa um fyrirhugað fiskeldi í firðinum. Hvað er sjókvíaeldi fyrir þér? Hvað er hafið fyrir þér? Hvert er samband þitt við hafið? Hver er framtíð hafsins? Sögur verða dregnar upp úr bæjarbúum og hljóð upp úr hafinu, óminu endurvarpað um bæinn. Kannski straumar settir í streymi, búum til læti. Hafmeyjurnar eru Áslaug Magnúsdóttir tónskáld, Ásrún Mjöll smiður, aktívisti og sveitastjórnarmeðlimur og Perla Gísladóttir sjálfbærniarkitekt og haffræðilistakona. | ![]() |