Íslenska
English
j
Hér er LungA
€49
Hér er LungA, um LungA, frá LungA, til LungA, í 20 ár og rétt rúmlega það.
Árlega flykkjast ungir listhneigðir íslendingar og erlendir gestir til Seyðisfjarðar, skapa, upplifa, njóta, rannsaka og læra. Hátíðin hefur skipað sér ómissandi sess í Íslensku listalífi sem einn af kraftmestu viðburðum íslenska sumarsins. Í orðum og myndum draga Gréta Þorkelsdóttir og Guðmundur Úlfarsson saman litríka sögu hátíðarinnar í þessari eigulega bók.
Hundruðir ljósmynda frá hátíðinni og texta verk eftir Jónas Reyni Gunnarsson, Fríðu Ísberg, Martein Sindra Jónsson og Björt Sigfinnsdóttur prýða síður þessa þverskurðar hátíðarinnar.
Bókin er 288 blaðsíður og gefin út af LungA í 300 tölusettum eintökum, sumarið 2021.
Það býr enginn til tíðaranda nema ungt fólk. Það er þeirra verkefni að búa til framtíðina og eðli hverrar kynslóðar að skapa sér form. Það er ekki hægt að búa til fullkominn stól því fólk fer bara að sitja öðruvísi.
Goddur
Skilmálar: Pantanir sem eru póstsendar eru sendar með Íslandspósti. Þá gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.