Created with Sketch.

Um LungA

Árið 2000 leit listahátíð LungA dagsins ljós í fyrsta sinn. Um er að ræða listahátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum og lýkur með uppskeruhelgi: sýningum og tónleikum.

Hátíðin er frábær blanda af listum, sköpun, tjáningu og stórbrotinni náttúru. Hún hefur getið sér gott orðspor, bæði á Ísland og út fyrir landsteinana fyrir frábært andrúmsloft, námskeið af miklum gæðum og með mikilli virkni þátttakenda. Ennfremur færir hátíðin gleði, sjálfsþekkingu, elskendur, nýja vini og góðar minningar fyrir þá sem sækja hátíðina heim.

LungA „fjölskyldan“ samanstendur nú bæði af árlegri listahátíð og skóla. Dagsdaglega er þetta tvennt rekið sitt í hvoru lagi, en heitið, gildin og hugmyndafræðin eru af sama meiði.

UNGMENNASKIPTI – ERASMUS+

Við byrjum hátíðina þetta árið á LungA Lab 12.júlí 2019. Þetta er þriðja árið þar sem þessi nýji angi hátíðarinnar í bland við ungmennaskiptiverkefnið á sér stað undir nafninu LungA Lab og langar okkur að bjóða almenningi að taka þátt í samtalinu. Við bjóðum uppá fjölda stórkostlega fyrirlestra og á þann hátt náum við vonandi að opna umræðuna um “Framtíðarsýn” enn frekar.

Þetta árið koma hópar frá Danmörk, Englandi, Svíþjóð og Íslandi. Við ætlum að ræða um framtíðarsýn, ekki út frá neinum fyrirfram ákveðnum skoðunum, heldur út frá öllum þeim mismunandi sjónarhornum sem upp koma þessa daga. Umræðan er byggð í kringum vinnu í minni hópum, pallborðsumræðum, mismunandi æfingum og allskonar skemmtilegum innslögum.

Þema

Þema LungA 2019 er FRAMTÍÐARSÝN

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest á LungA í ár.

Ást! LungA

Samstarfsaðilar LungA

null