Íslenska
English
5 daga listasmiðja
50.000 kr.

Innifalið í verðinu er þátttaka í listasmiðju, gisting, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur og miði á lokatónleika LungA
3 daga listasmiðja.
40.000 ISK með eigin gistingu.
45.000 ISK með plássi á tjaldsvæði.

Innifalið í verðinu er þátttaka í smiðjunni, gisting, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur, bátsferð og miði á lokatónleika LungA.
Barnasmiðja LungA verður kynnt síðar.
1085
Signý Jónsdóttir
Þrándur Gíslason Roth
3 daga smiðja
LungA skólinn kynnir; örnámskeið sem gefur smjörþefinn af nýrri námsbraut skólans “1085” sem hefur göngu sína 2023.

1085 er þriggja daga námskeið þar sem flakkað verður um nærliggjandi sveit við Seyðisfjörð í leit að ýmsu góðgæti á ólíku formi. Við siglum, við syndum, við svitnum, við segjum sögur, tínum jurtir, veiðum, við eldum, sofum, syngjum, ferðumst um fótgangandi, hittum fugla og furðudýr. Komdu með á vit ævitnýranna í næsta fjörð, Loðmundarfjörð, þar sem gist verður í tvær nætur. Dagarnir verða fylltir af fróðleik og spennandi fyrirbærum. Gengið verður til baka í Seyðisfjörð á föstudegi þar sem festivalið LungA tekur okkur fagnandi.

Signý Jónsdóttir (f. 1996) útskrifaðist með B.A.-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2019. Í verkum sínum varpar hún ljósi á uppbyggingu, nýtingu og sjálfbærni svæða með það að markmiði að virkja áhorfandann á tímum þar sem umbreytinga er þörf. Síðastu mánuði hefur hún lagt stund á nám í fjallamennsku ásamt því að vinna sem sjálfstætt starfandi hönnuður í ólíkum verkefnum, þá oft tengda upplifunarhönnun, þar sem útiveran fær að blómstra.

Þrándur Gíslason Roth (f. 1988) er menntaður íþróttafræðingur (B.Sc. in sportscience) og húsasmíðameistari. Hann er þriggja barna faðir og býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í Mosfellsbæ þar sem hann rekur sitt eigið verktakafyrirtæki. Samhliða rekstrinum leggur hann stund á handknattleik, göngur og veiði. Þá liggur áhuginn ekki síst í eldamennsku, íslensku hráefni, villibráð, jurtum, sveppum og öðru sem fyrir finnst í íslenskri náttúru.

„Þú lítur ekki út eins og dansari“
155 - eenvijfvijf

5 daga smiðja
Í langan tíma höfum við haft áhuga á mannlegri hreyfingu. Í þessari smiðju munum við reyna að uppgötva hvað fær okkur til að dansa og hreyfa okkur öðruvísi og hvað fær okkur til að dansa og hreyfa okkur eins? Geturðu verið öðruvísi á meðan þú lítur alveg eins út? Eða skilgreinir útlit okkar og „hvers konar fólk“ við erum hvað við getum verið og hvaða árangri við getum náð?

Ekki láta fara of vel um þig, við munum reyna erfiðar dansæfingar, æfa handstöður og flipp og vinnum hörðum höndum að kóreógrafía. En það verður pláss fyrir þínar hreyfingar, þína tónlist og þig í þessari viku.

155 hefur dansað og set upp sýningar saman síðan þeir voru börn. Þeir eiga rætur sínar í break dansi en stunda í dag nútímadans, vogue-ing, pantsula og aðra dansstíla.

Hópurinn hefur sýnt í Hollandi og öðrum löndum með dans/leikhúsverkum sínum sem oft innihalda vídéó. Stuttmyndir þeirra eru sýndar á (dans)kvikmyndahátíðum um allan heim.

Kaos, gamanleikur og efnissemi
Julia Croft

5 daga smiðja
Leikum okkur á mörkum kaos, sælu, viðbjóðs og fegurðar. Búum til fallega ringulreið og sköpum óreiðu.

Julia Croft mun leiða tilraunakennda vinnusmiðju um efnisleik sem undirstöðu í gjörning. Þessi smiðja er fædd út frá löngun til að verða ástfanginn af óreiðu. Í smiðjunni munum við búa til slím, sýkingu, goo, loft tegundir, föst efni og vökva sem standast stjórn og kanna hvernig þessi breytilegu og villtu efni geta orðið hvatning að gjörning. Með því að byggja upp slíka flæðandi og óreglulega heima sem eru að breytast og umbreytast, getum við leyft þeim að leiða okkur inn í mismunandi víddir? Getum við byggt heima úr efnum? Getum við unnið með efni á hreyfingu?

Í vikunni munum við reyna að byggja upp þennan nýja heim með því að umbreyta og byggja upp landslag og búa til stutta gjörninga sem leita að kaos, stjórn og breytilegu ástandi.
Julia Croft er sviðs- og gjörninga listamaður sem starfar í Tāmaki Makaurau, Aotearoa. Verk Juliu byggja á femínískum og queer kenningum til að búa til gjörningaverk sem eru í senn háleit og fáránleg. Hún reynir og mistekst við að byggja upp femíníska framtíð með því að skapa of mikla ringulreið og of mikinn hávaða. Verkin eru pólitísk og tilfiningarík. Þau snúast um að skapa hugmyndaríkar sprungur í valdastrúktúrum, hálum og flæðandi rýmum með ljóðrænni og slæmri popptónlist.

Síðan 2015 hefur hún búið til 10 verk í fullri lengd, þar á meðal 4 einleiksverk; If There's Not Dancing at the Revolution, I'm Not Coming, Power Ballad, Working On My Night Moves og Terrapolis. Þessi verk hafa farið víða um NZ sem og Ástralíu, Bretland, Singapúr og Kanada, þar á meðal í Yard Theatre (Bretlandi), Battersea Arts Centre (Bretlandi), The Cultch (CAN) og The Esplanade.(SING) Working On My  Night Moves hlaut verðlaunin Total Theatre Award árið 2019 á Edinburgh Fringe Festival sem og Auckland leikhúsverðlaun fyrir góð afrek. Nýjasta sóló hennar Terrapolis átti að vera flutt í ágúst 2020 en vegna Covid verður það frumsýnt árið 2022.

Julia vinnur reglulega sem listakona með ungu fólki í leiklistarskólum víðs vegar um Aotearoa. Hún var hluti af 3 ára residency undir stjórn The Basement (NZ), Forest Fringe (Bretlandi) og West Kowloon Cultural District (HK), ásamt residency-unum Time Place Space í gegnum Arts House (Melbourne) og Mala Voadora í Porto, Portúgal.
Lita fjall, flytja fjall
Julie Lænkholm

5 daga smiðja
Við ætlum að reyna að lita með fjöllum Seyðisfjarðar.

Við munum nota hugleiðslu sem tól til umbreytingar, deyjandi efni sem leið til að umbreyta efni, rannsaka efni sem leið til að breyta merkingu í form og uppbyggingu, sem sameiginlegur hópur listamanna munum við reyna að færa fjöll og hreyfa við okkur.

Julie Lænkholm (f. 1985, Danmörk) býr og starfar í Kaupmannahöfn í Danmörku.  Nýlegar einkasýningar á verkum hennar voru í Galleri Nicolai Wallner, Copenhagen, Denmark; Matsushima Bunko Museum, Matsushima, Japan; Tranen Space for Contemporary Art, Hellerup, Denmark; VI Gallery, Copenhagen, Denmark; RØM Artist Space, Copenhagen, Denmark; Sodu4, Vilnius, Lithuania; and Húsavík Museum, Húsavík, Iceland.

Hún er útskrifuð frá Parsons, The New School of Design í New York. Laenkholm er einnig menntaður sem hjartahjúkrunarfræðingur sem gefur henni betri skilning á læknisfræði og vísindum. Julia lauk einnig nýlega þriggja ára námi í Nordic Plant medicine.

Krakkaveldi kynnir: BARNABÆRINN
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
Hrefna Lind Lárusdóttir
4 daga smiðja
Hvað ef börnin tækju yfir Seyðisfjörð? Sviðslista-vinnusmiðja þar sem krakkar fá rými til að búa til sitt eigið draumasamfélag.

Vinnusmiðjan miðar að því að gefa krökkum verkfæri og rými til að búa til sitt eigið drauma-samfélag. Í lok smiðjunnar kynnum við hugmyndirnar í formi gjörnings sem tekur á sig ýmsar myndir eftir því hvernig hópurinn er samsettur í hvert sinn, með það markmið að fá fullorðna inn sem áhorfendur og leika okkur að valdahlutverkunum á milli fullorðinna og barna.

Hugmyndirnar að þessum þátttöku-gjörningum eru þróaðar í algjörri samvinnu við börnin í anda Krakkaveldis, og hafa að markmiði að láta drauma krakkanna rætast: Hvað hefur þau alltaf langað að prófa? Hvernig vilja þau hafa samfélagið í kringum sig? Hvað vilja þau gera við foreldra sína(sem yfirleitt ráða öllu), hvernig vilja þau “breyta” þeim? Og samfélaginu um leið.
BarnaBærinn er sviðslistavinnusmiðja fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára, leidd af sviðslistakonunum Hrefnu Lind og Salvöru Gullbrá. Markmið smiðjunnar er að nota aðferðir sviðslista til að búa saman til Seyðisfjarðarbæ þar sem krakkar ráða öllu í stað fullorðinna!ramma fyrir ramma fyrir ramma
Stilla
Atli Arnarsson
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
5 daga smiðja
Hreyfimyndadúóið Stilla býður upp á námskeið í stillumyndagerð (stop-motion). Kannað verður hvernig hægt er að nota stillumyndaformið á skapandi hátt með áherslu á endurnýtingu. Þátttakendur verða hvattir til að hugsa út fyrir rammann; nýta hluti og efni úr nærumhverfinu og vekja til lífs, ramma fyrir ramma. Námskeiðið er ætlað öllum og engar kröfur eru um reynslu.Atli Arnarsson og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mynda saman stillumyndadúóið Stillu. Þau hafa gert tvær stuttmyndir, Marglitu marglyttuna (2018) og Eldhús eftir máli (2020). Sú síðarnefnda hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn og hlotið nokkur verðlaun, t.a.m. Sprettfiskinn á Stockfish 2021. Þess utan eru Atli og Sólrún bæði með bakgrunn í tónlist, og leggja stund á nám í Kaupmannahöfn. Atli er að læra hljóðhönnun í Den Danske Filmskole auk þess sem hann vinnur að og gefur út eigin tónlist. Sólrún er í meistaranámi í fiðluleik við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium, en hefur einnig verið virkur myndskreytir síðustu ár.Orðafjörður - Svikaskáldasmiðja
Svikaskáld
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
Melkorka Ólafsdóttir
5 daga smiðja
Við erum umlukin fjöllum. Við erum umlukin hafi. Við erum umlukin orðum. En getum við notað orðin til þess að segja það sem við þurfum og þráum? Ná orð yfir öll undrin, allt ógeðið? Geta þau komið á óvart, komið aftan að okkur, komið okkur til að staldra við?

Svikaskáld hafa alltaf farið sínar eigin leiðir til að nálgast orð, nota orð. Aðferðir þeirra hafa vakið forvitni og furðu, og í vinnustofunni fá þátttakendur að kynnast þeim á eigin skinni. Orð fá að spretta fram, endurkastast af umhverfi, erkitýpum og öðrum skáldum. Þeim verður stolið og skilað og stolið aftur. Þeim verður beint í allar höfuðáttir, þau verða sögð eða ósögð. Skrifuð, prentuð eða leyst upp í vindinum.

Við leitum fanga í náttúrunni, skoðum gjörðina sem það er að skrifa, vinnum með ávörp, ritúöl, ljóðtexta, prósa, samtöl og flæði. Þátttakendur munu kynnast fjölbreyttum hliðum skapandi skrifa og læra að nýta hin ýmsu tól úr verkfærakistu rithöfundarins. Unnið verður með kveikjur og flæðandi skrif, daglegt líf listamannsins og áskoranir- að sækja sér innblástur og tileinka sér tækni, lestur og deilingar. Þátttakendur smiðjunnar munu læra inn á sjálfsútgáfu, búa til bókverk og skoða performansinn sem felst í upplestri. Vinnuaðferðir Svikaskálda byggja á trausti og samstöðu. Í kollektívinu vinnum við með skeiðklukku, skrifum og deilum því sem við köllum gums. Með samræðunni og samverunni fæðist alltaf eitthvað nýtt og dularfullt.
Svikaskáld er sex kvenna skáldakollektív. Saman hafa þær gefið út þrjár ljóðabækur og síðast skáldsöguna Olíu (2021) sem hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þær hafa haldið fjölmargar ritsmiðjur fyrir ungt fólk og staðið fyrir mánaðarlegum ljóðakvöldum í Gröndalshúsi.

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir er rithöfundur og sviðslistakona. Hún hefur samið og unnið að leiksýningum, gjörningum, myndlistarverkum hérlendis og erlendis. Ritverk hennar og ljóð hennar hafa birst í ýmsum útgáfum, á sviði og heyrst í útvarpi. Hún hefur birt ljóð í bókum Svikaskálda en ljóðabók hennar Sítrónur og náttmyrkur kom út haustið 2019. Ljóðabókin Urðarflétta er væntanleg í haust.

Melkorka Ólafsdóttir er tónlistarkona og skáld. Hún hefur skrifað ljóð frá barnsaldri og gefið út ljóðaheftin Unglingsljóð (2000) og Ástarljóð (2004), ásamt ljóðabókinni Hérna eru fjöllin blá (2019). Ljóð eftir hana hafa m.a. birst á Starafugli og í bókum Svikaskálda en Melkorka hefur auk þess skrifað fyrir ýmis tækifæri og tilefni, t.d. í Stundina og fyrir Víðsjá. Melkorka lauk mastersnámi í ritlist frá HÍ vorið 2018. Undanfarin 15 ár hefur hún starfað sem tónlistarkona og verkefnastjóri í Hörpu, en hefur nýverið tekið við starfi dagskrárgerðarmanns á RÚV.